Krot & Krass: Viðarverk / Woodworks - Hverfisgallerí

12 March - 24 April 2022
Works
Overview

Menning, salt og volk

Öll komum við úr sjónum. Við þekkjum teikningarnar úr líffræðibókunum. Lífið kviknaði í sjónum en á einhverjum tímapunkti skriðu fiskarnir á land, slímugir og hreistraðir, en einnig afar hungraðir í kókoshnetur og sólskin og aðrar lystisemdir jarðarinnar. Og þannig urðum við til. Við veltumst upp á land eins og fyllibytta sem hrynur niður stiga. Og þó að því hafi fylgt átök er líka pínu ferskt að stíga upp úr sjónum með saltstrokið hörund.

 

Ef maður býr á eyju er ekki erfitt að sjá þetta. Hafið er grundvöllur allrar menningar. Öll komum við jú af hafi, eða að minnsta kosti forfeðurnir. Meira að segja svínin í þessu landi þurftu upphaflega að ferðast yfir hafið. Allt kom yfir hafið. Stafrófið, kristindómurinn, einokunarverslunin, breikdans, áfergja í sólþurrkaða tómata. Allt eru þetta hlutir sem skoluðust upp á land í misgóðu ástandi. Því að hafið tekur sinn toll. Ekkert kemur óvelkt af hafi. Kaþólskan var útvötnuð á afskekktu eyjunni, miðað við Vatíkanið. Prestar máttu giftast, þeir máttu líka bregða sverði og drepa, eða kannski máttu þeir það ekkert – en aðeins hafið vissi upp á þá sökina. Frá meginlandinu barst einnig höfðaletrið, hið fræga gotneska letur sem varð að eins konar einkennismerki prentaldar. En hér á eyjunni varð letrið öðruvísi. Það varð einhver bjögun á leiðinni yfir hafið, eða kannski þróun. Það fer eftir því hvernig á það er litið. Þetta hefur listadúóið Krot og Krass stúderað.

 

Það eru þó ekki aðeins hugmyndir og fólk sem hefur rekið hér á land. Líka ýmis önnur aðföng sem bjargað hafa lífi eyjarskeggja. Það er sagt að rekaviður sé prýðilegur til húsbygginga enda hafa ófá hús verið reist úr honum í gegnum aldirnar. En kannski er rekaviður aðeins prýðilegur efniviður fyrir þá sem hafa í raun ekkert val. Það var annaðhvort rekaviður eða enginn viður. Einhverjir kostir eru þó augljósir. Rekaviðurinn hefur velkst um í sjónum og ýmsar bugður og kvistir kvarnast burt í volkinu. Sjórinn greinir stofna frá sprekum. Þá hefur verið sagt að saltið í sjónum auki endingu viðarins. Eða kannski var það misheyrn. Salt eykur allavega endingu matvæla og lífið er saltfiskur og á einhvern hugmyndafræðilegan hátt er þjóðlegt að byggja hús sitt úr söltuðu timbri. Það fylgir því öryggistilfinning að sitja inn í húsi úr söltuðu og sjóreknu timbri. Fyrst hafið gat ekki grandað því fara veður og vindar varla að vinna mikið tjón.

Þetta er þó ekki það sem heillar mest við rekavið. Það er fremur volkið sjálft. Dulúð ferðalagsins. Enginn veit í raun hve lengi viðurinn er búinn að vera í sjónum áður en hann rekur á land. Það eru engir dagsetningarstimplar á drumbunum. Ekkert vottorð eða kvittun eða QR-kóði. Sjórekið timbur er kannski síðasta sendingarformið sem er algjörlega tilviljunarkennt í veröld þar sem allt er skráð, flokkað, mælt og vegið. Virðið þá fyrir ykkur. Þessa sjóreknu, útskornu drumba sem standa fyrir framan ykkur. Ímyndið ykkur ævi þeirra. Fyrst voru það áratugir í skóginum, kannski í Síberíu, kannski í Alaska, og hugsanlega svo djúpt inn í óbyggðum að í námunda við þá voru gerðar kjarnorkusprengjutilraunir sem aldrei voru tilkynntar. En á einhverjum tímapunkti hættu þeir að vera tré og urðu að niðursöguðum drumbum. Það var stóra áfallið. Svo var það ferðin niður ána, eða eftir veginum, eða járnbrautarteinunum, því að einhvern veginn ferðuðust þessir drumbar að hafi. Síðan tíminn í hafinu. Innan um ísjaka og rostunga, maðka og mátt Guðs. Og svo á svörtum íslenskum sandi, undir kríunum, í hvínandi söltum vindinum. Þaðan upp á pallbíl. Bandarískan, viljandi hallærislegan töffarapallbíl og inn á vinnustofu listafólks með meiningar. Þar voru þeir útskornir og stroknir og þvegnir og settir inn í galleríið og svo er aldrei að vita nema næsti fasi þessarar sögu fari fram inn á heimili vogunarsjóðs-síkópata þar sem stundaður er djass og fokk undir skörðum mána.

 

Virðum þá fyrir okkur. Þetta eru drumbar, saltaðir kögglar, þeir risu kannski ekki eins og Bond-stelpa úr hafinu, en þeir eru ferskir og saltaðir. Bæði útvatnaðir en líka mergþéttir. Sigldir en þjóðlegir. Þeir eru voðaverk, viðarverk, timbraðir, flúraðir gúbbar og maður vill ekki mæta þeim á bílastæðinu fyrir utan Stjörnubíó. En við fáum stund með þeim hér, á eigin forsendum, fáum að finna af þeim lyktina, anda að okkur sögunni.

-Bergur Ebbi

 

//

 

Culture, Salt and Toil

All of us come from the sea. We know the biology books drawings. Life originated in the ocean, but at some point the fish crawled ashore, slimy and scaly but also starving for coconuts and sunshine and other worldly goods. That’s how we came into being. We rolled upon the shore like a drunken man falling down a stair. And although it was a struggle, it also feels quite fresh to step out of the waves with saltkissed skin.

When you live on an island, this is easy to see. The ocean is the foundation of all culture. We all came from the ocean, or at least our forefathers did. Even the pigs in this country had to be shipped here. Everything travelled across the ocean. The alphabet, Christianity, monopolistic trade, break dance, yearning for sundried tomatoes. Everything washed upon the shore, in various condition. Because the sea takes its toll. Nothing gets across it undamaged. Catholicism was washy on this remote island, compared to the Vatican. Priests were allowed to get married, they could also wield swords and kill, or maybe they weren’t allowed to – but only the ocean was here to tell on them. The mainland also sent us the head letters, the famous Gothic font which became the signature font of the printing age. Except here on the island, the font was different. Some distortion happened on the voyage, or maybe it was development. Depends on how you look at it. This has been studied by the art duo Krot og krass.

 

However, it’s not only ideas and people that has drifted ashore here, but also various other supplies that have saved our lives. Allegedly, driftwood is excellent for building houses, and it has been used in numerous buildings here through the centuries. But maybe driftwood is only excellent material for those with no other options. It was either driftwood or no wood. It does have obvious qualities, though. It has been tossed about in the sea, breaking off gnarls and making it smooth. The sea separates the trunk from the twigs. It has also been said that the salt makes the wood last longer. Maybe we misheard that. But salt is ideal for preserving food, and life is salted cod, and in some ideological way it feels very patriotic to build your house from salted wood. Sitting in a house made of salted, sea-tossed wood offers a sense of security. If the ocean didn’t destroy it, the weather is not going to do much harm.

Even so, this is not the most fascinating thing about driftwood. That would be the drifting itself. The mysterious voyage. No one really knows how long the wood has been in the sea when it is cast ashore. There are no date stamps on the trunks. No certificates or receipts or QR-codes. Driftwood may be the only remaining completely random form of delivery in a world where everything is registered, categorised, measured and weighed. Look at them. The sea-worn, carved logs in front of you. Imagine their lives. First decades in the woods, maybe in Siberia, maybe Alaska, possibly so far into the wilderness that close by there were clandestine nuclear bomb experiments. At some point, though, they stopped being trees and became chopped down logs. That was their big trauma. Then the trip down the river, or the road or the railway track, because somehow they travelled down to the coast. Then the time in the ocean, among ice, walruses, maggots and the power of God. Then the black, Icelandic sand, beneath the terns, in the whistling, salty wind. From there to the back of a truck. A US, deliberately kitsch hotshot truck and into the studio of opinionated artists. There, they were carved and washed and refined and placed in the gallery, and you never know, the next chapter could take place in the home of a hedge fund psychopath where people play jazz and decadent board games under a crescent moon.

 

Look at them. They are logs, salty lumps, maybe they didn’t rise from the waves like a Bond girl but they are fresh and salty. Both washy and extremely dense. International, yet patriotic. They are pieces of work, woodwork, timbered, bedecked dudes you wouldn’t want to run into in the parking lot outside Stjörnubíó. But here we get a moment with them, on our own terms, get to smell them, breath in history.

-Bergur Ebbi

Installation Views