Daníel Magnússon: TRANSIT - Hverfisgallerí
Fyrir skuggana
Myndirnar eru frá árunum 2010-2019. Í þessum verkum er ég að einbeita mér að því sem ég tel nægjanlega merkingarbært. Það mætti líkja þessum myndum við slagverksdyn sem hefur stöðvast. Ekki það að ég hafi einhverja sérstaka þekkingu á þeim hljóðfærum aðra en þá sem hlustandi á tónlist. Myndirnar eru úr gönguferðum og þess vegna er kannski rétt að nefna gönguhraða sem ráðandi takt. Hver vinkill fyrir sig er valinn til að hann fjalli á eins knappan hátt og hægt er um fyrirmyndina sem afmarkast af formatinu og því sem vinkilinn spannar. Þannig er takmarkið ávallt að velja staðsetninguna, fyllingu og byggingu eða kompósisjón það naumt að frásögnin haldist innan „taktsins“ og að takturinn sé þó nægjanlegur til að frásögnin sé viðunandi merkingarbær. Ég hef stundum valið að lýsa því þannig að í ákveðinni afstöðu og tiltekinni fjarlægð verði til frásögn sem lýsir mettaðri „sögu“ þar sem tími hefur verið skermaður frá. Þannig mætti segja að sagan eða vinkillinn verði nægjanlega merkingarbær.
Fyrirmyndirnar að verkunum eru að mestu valdar með það að markmiði að forðast fyrirmyndina en stuðla frekar að hlutleysingu sem dregur fram það ástand sem lýst er hér að ofan, sem ég kalla ástand þagnarinnar og biðarinnar. Ég tel þó rétt að nefna það hér að ekki er hægt að hindra eða forðast fyrirmyndina nema að vissu marki, því að fyrirmyndin er eins og skoðunin sjálf og ekki hægt að hindra hana – skoðanaleysi er skoðun.
Myndirnar eru ekki um atburð eða ástand beinlínis, þær eru án vísunar í fagurfræði á sama hátt og þær vísa ekki til sérstakrar og upphafinnar frásagnar. Markmiðið er frekar að upphefja veikt og almennt „baksuð“ í það að verða slagverkstaktur með frásögn. Ég hef stundum kallað þetta límið í samfellunni. Í myndunum ríkir því óvissuástand eða bilið milli þess að eitthvað hafi gerst og þess að eitthvað muni gerist. Sú mögulega eða ómögulega atburðarás er þó ekki endilega háð merkingunni því að hún gæti allt eins verið vísun í þennan skort.
Einhverjir gætu spurt hvort þessi lýsing væri ekki allt eins lýsing á abstrakt vinnubrögðum í myndlist og tek ég heilshugar undir það. Markmiðið með þessum texta er fyrst og fremst að lýsa stimulant eða hvatningu að verkunum. Ástæða þess að ég nefndi ásláttarhljóðfæri er einkum sú að þessi viðmiðun er nægjanleg. Ég vil að verkin mín orki eins og trommutaktur á kviðinn frekar en höfuðið. Með þessum texta er ég að hjálpa höfðinu. Ef vísun í aðrar myndir eða myndgerðir væri sjálfkrafa val myndlistarmanns til að útskýra sín verk myndi ég síður velja þessar ljósmyndir sem viðmið.
-Daníel Magnússon
//
For the Shadows
The images date from 2010-2019. In this work I focus on what I consider sufficiently meaningful. The images could be likened to a percussion din which has come to an end. Not that I have any particular knowledge of such instruments, other than as a music listener. The pictures show walking trips and so we might mention walking speed as the prevailing rhythm. Each angle is chosen to show the model as concisely as possible, defined by the format and the scope of the angle. Thus, the objective is always to choose location, volume and construction or composition so concisely that the narrative is kept within “the rhythm”, but the rhythm is sufficient to create a sufficiently meaningful narrative. I have sometimes chosen to describe it as when, at a particular stance and a certain distance, a narrative is created which describes a saturated “story” where time has been removed, thus lending the story or the angle sufficient meaning.
The models for the works are mostly chosen with an aim of avoiding the model but rather to support neutralisation which evokes the conditions mentioned above, which I call the condition of waiting and stay. However, I think it is right to mention that you can’t avoid or stop the model except to a certain point, because the model is like the opinion itself and can’t be stopped – a lack of opinion is an opinion in itself.
The images do not directly show an event or a condition, they contain no aesthetic reference any more than they reference a particular and glorified narrative. The objective is rather to elevate a weak, common “background hum” to become a rhythmic beat with a narrative. I have sometimes called this the glue of continuity. Thus, the images contain uncertainty, the space between something which has happened and what may happen. However, this possible or impossible course of events is not necessarily dependent on the meaning; it could just as well be a reference to this deficiency.
Some might ask if this description doesn’t also fit abstract methods in art and I completely agree with them. The objective of this text is first and foremost to describe a stimulant, the motivation for my work. I mentioned percussion instruments in particular because this reference is sufficient. I want my work to feel like drumming to the stomach rather than the head. This text is supposed to help the head. If the artist could automatically reference other images or image types to explain their work, I would not choose these images for reference.
-Daníel Magnússon