Sigurður Árni Sigurðsson: Corrections / Leiðréttingar - Hverfisgallerí
Leiðréttingar
Afvegaleiðandi myndir Sigurðar Árna Sigurðssonar
„Skuggi, endurkast og bergmál eru óaðskiljanlegur hluti alls sem áþreifanlegt er og þá gildir einu hvers eðlis það er; ef þetta er af einhverjum ástæðum ekki fyrir hendi […] vísar það með fjarveru sinni frá hverjum þeim hlut sem gerir tilkall til þess að vera raunverulegur.[1]“
– Clément Rosset.
Skugginn er þverstæðukenndur: hann gefur til kynna „dimma hlutann“ af öllu lýsingarferli en tryggir um leið ákveðið form áreiðanleika þess sem sýnt er. Skugginn sem slíkur undirstrikar skort á birtu en gegnir um leið mikilvægu hlutverki sem efniviður sem er nauðsynlegur til að skapa myndir sem eru í samræmi við hefðina. Að teikna almennilegan skugga hjálpar til að sýna fram á að myndin sé raunsönn. Í yfirfærðri merkingu er skugginn náskyldur öndum og vofum, það er jafnvel hægt að kalla hann dauft endurkast þess sem var: að vera skugginn af sjálfum sér… En skugginn er líka, ef til vill einkum, nátengdur goðfræðilegum og goðsagnakenndum uppruna hlutbundinnar listar (teikninga, málverka og höggmynda). Dæmisagan um uppruna listarinnar er komin frá Pliniusi og verki hans Náttúrusagan: Dibudades var sorgmædd vegna þess að ástmaður hennar ætlaði að fara frá henni og því teiknaði hún útlínur hans. Skugginn sem tryggir nærveru hlutar eða viðfangsefnis samkvæmt hefðinni í myndlist er líka merki um fjarveru eða með öðrum orðum ákveðið form vofu.
Öll þessi fyrirbæri og þverstæður eru leiðarhnoða myndaraðarinnar Leiðréttingar sem Sigurður Árni Sigurðsson hefur verið að þróa frá árinu 1992. Myndirnar eru bókstaflega skíagafíur, skuggamyndir en líka sjónblekkingar. Við fyrstu sýn virðast þær næstum trúverðugar en þegar nánar er að gáð mynda þær afvegaleiðingu, hófstillta en augljósa, á reglum hinnar viðteknu myndbirtingar. Aðferðin sem notuð er við vinnslu myndanna er einföld: Sigurður Árni notar ýmsan efnivið sem hann hefur fundið (nafnlausar ljósmyndir, póstkort) og framlengir með blýanti ýmis atriði, bætir inn í eða eykur ákveðnum atriðum við þau sem eru á upprunalegu myndinni. Það óþægilega við þessar myndir er það sem virðist vera hófsemi og viska sem fólgin er í aðferðinni. Listamaðurinn bætir inn í myndirnar með þeim hætti að hann virðist ekki ganga gegn lögmáli myndarinnar. Samt er hver einasta „leiðrétting“ sjónblekking sem gerir það að verkum að skyndilega verður myndin tvíræð, vafasöm, jafnvel algjör merkingarleysa. Afvegaleiðingarnar eru ekkert sérlega áberandi, þeim er öllu fremur laumað inn í sjónræna rökvísi upprunalegu ljósmyndarinnar. Þannig passa sumir skuggarnir ekki rúmfræðilega við það fólk eða hluti sem þeir eiga að varpast af. Brúðarmyndirnar sem Sigurður Árni hefur „leiðrétt“ eru skýrustu dæmin um þetta. Skuggarnir af konunni og karlinum varpast í andstæðar áttir en ekki í sömu átt. Það er tvíræð aðferð til að „varpa ljósi á“ þann ómeðvitaða þátt sem er fólgin í myndinni. Þetta dæmi er fullkomin myndlíking þess sem listamaðurinn er að fást við í þessum afvegaleiddu myndum. Leiðréttingar Sigurðar Árna Sigurðssonar gefa þannig lymskulega til kynna sundurleitni, ósamræmi og jafnvel skilnað myndarinnar við sjálfa sig.
Bernard Marcadé
____________________________
[1] Clément Rosset: Impressions fugitives; L‘Ombre, le reflet, l‘écho. Útg. Les Éditions de Minuit, 2004
//
Corrections
The Delusive Images of Sigurður Árni Sigurðsson
„Shadow, reflection and echo are an inseparable part of all tangible things, regardless of their nature, if for some reason this does not exist […], its absence dismisses every single thing which presumes to be real.”
– Clément Rosset.
The shadow is paradoxical; it indicates “the dark side” of all lighting processes but simultaneously guarantees a certain reliability of the thing which is on show. As such, the shadow emphasises a lack of light, but at the same time it plays a vital role as material, necessary to create traditional images. Drawing a proper shadow shows that the image is true to life. In a transferred sense, the shadow is closely related to spirits and ghosts, it can even be called a faint echo of something which was: to be but a shadow of oneself … But the shadow is also, and perhaps mostly, closely connected to the mythological and mythical origin of figurative art (drawings, paintings and sculpture). The allegory of the origin of art comes from Pliny the Elder and his work, Natural History: Dibutade was sad because her lover was leaving and therefore she drew his outlines.
The shadow which ensures the presence of a thing, or of a certain subject, according to art tradition, also represents the absence, or in other words, a kind of a ghost.
All these phenomena and paradoxes are the guiding light in the series Corrections, which Sigurður Árni Sigurðsson has been developing since 1992. The images are literally skiagraphs, shadow images, but also optical illusions. At first sight they appear credible enough, but when you look closer they create a misguidance, moderate but obvious, on the rules of conventional image use. The method used to process the works is simple: Sigurður Árni uses various material he has found (nameless photographs, postcards) and either extends various points within the original photo with a pencil or adds to the original photo. The uncomfortable aspect of these images lies
in what appears to be moderation and wisdom inherent in the method. The artist adds to the photographs in such a fashion that he doesn’t contradict the laws on the image. At the same time, every single “correction” is an optical illusion which lends the image an air of ambiguity, doubt, even renders it completely meaningless. The misguidance is not very striking but rather it infiltrates the visual logic of the original photo. Thus, some of the shadows are geometrically incorrect in relation to the people or things they apply to. The clearest examples of this are the bride and groom photos which Sigurður Árni has “corrected”. The shadows of the man and the woman are cast in opposite directions instead of the same direction. This is an ambiguous way to “throw a light” on the subconscious message hidden in the photograph. This example is a perfect metaphor of what the artist is doing in his delusive images. In this way, Sigurður Árni Sigurðsson’s Corrections slyly indicate dissimilitude, inconsistency and even the image’s departure from its own contents.
Bernard Marcadé
____________________________
[1] Clément Rosset: Impressions fugitives; L‘Ombre, le reflet, l‘écho. Útg. Les Éditions de Minuit, 2004