Georg Guðni: Georg Guðni - Hverfisgallerí
-
Án titils / Untiled, 1990
olía á striga / oil on canvas45 x 30 cm
-
Án titils / Untiled, 2008
olía á striga / oil on canvas200 x 140 cm
-
Án titils / Untiled, 1998
olía á striga / oil on canvas50 x 60 cm
-
Án titils / Untiled, 1989
olía á striga / oil on canvas40 x 53 cm
-
Án titils / Untiled, 1990
olía á striga / oil on canvas65 x 55 cm
-
Án titils / Untiled, 1991
vatnslitir á pappír / watercolour on paper34,5 x 43,5 cm
-
Án titils / Untiled, 1990
vatnslitir á pappír / watercolour on paper34,5 x 43,5 cm
-
Án titils / Untitled, 2006
olía á striga / oil on canvas200 x 300 cm
-
Án titils / Untiled, 1990
vatnslitir á pappír / watercolour on paper34,5 x 43,5 cm
-
Án titils / Untiled, 1992
vatnslitir á pappír / watercolour on paper34,5 x 43,5 cm
-
Án titils / Untitled, 1989
olía á striga / oil on canvas190 x 440 cm
-
Án titils / Untiled, 1991
vatnslitir á pappír / watercolour on paper34,5 x 43,5 cm
-
Án titils / Untiled, 1991
vatnslitir á pappír / watercolour on paper34,5 x 43,5 cm
-
Snæfellsjökull, 1985 - 1986
olía á striga / oil on canvas140 x 200 cm
GEORG GUÐNI
27.10.18 – 01.12.18
Georg Guðni (1961-2011) var frumkvöðull meðal ungra listamanna á níunda áratug síðustu aldar með áherslu sinni á landslagsmálverk. Í stað þess að gera tilvist mannsins að umfjöllunarefni í verkum sínum, eins og algengast var á þeim tíma, málaði hann náttúruna. Með því gæddi hann landslagsmálverkið nýjum krafti og endurvakti áhuga á málverkinu sem miðli listamanna hér á landi.
Landslagsmálverk Georgs Guðna eru oft á tíðum byggð upp á geómetrískan hátt, en á sama tíma eru þau ákaflega persónuleg. Náttúran, eins og Georg Guðni sýnir hana, er oft einfölduð og hlutgerð upp að vissu marki, en ekki skálduð. Verkin gefa frá sér sterkt og ákveðið andrúmsloft og þekkjast á fáguðum einfaldleika sínum.
Verk Georgs Guðna hafa verið sýnd víða bæði á einkasýningum og samsýningum, á Norðurlöndunum og víða annars staðar í Evrópu, en einnig í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og Kína. Þau er að finna á öllum helstu söfnum Íslands og fjölda safna erlendis, sem og í einkasöfnum.
Georg Guðni fæddist í Reykjavík árið 1961. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi við Jan Van Eyck Academie árið 1987. Hann lést árið 2011, einungis 50 ára að aldri.
Framan af ferlinum gat Georg Guðni sér orð fyrir túlkun sína á ýmsum nafngreindum fjöllum. Með tímanum leystust fjöllin upp í geómetrísk form, þá komu fram dalir og svo tók landið að fletjast út í ónafngreint landslag sem er frekar skynjað en skilið; óræðari verk sem hverfðust iðulega um óljósan sjóndeildarhring fyrir miðju. „Það heillar mig hvað þetta er orðið óskilgreinanlegt, “ sagði hann um myndefnið, gekk að einu verkinu og sagði það hafa byrjað „sem einskonar hálendisöldur en getur nú verið hvort sem er, öldur á hafi eða á jörð.
Ég set skynjunina ekki fram heldur býr fólk hana til eftir því hvað það hefur upplifað, eða einfaldlega eftir því sem það ímyndar sér. Augað leitar að einhverju þekkjanlegu en ef það festir ekki við neitt fyllir hugurinn í eyðurnar. Það er ekki mitt að segja fólki hvað það á að sjá í verkunum.“
„Hvert er þá þitt hlutverk?“ spurði ég.
Georg Guðni brosti og svaraði: „Áhorfandinn er í sömu sporum og ég, nema hann málar ekki verkið. Ég bý til sjónrænar aðstæður, þær mynda ákveðinn tíma sem fólk staldrar við. Þegar þú staldrar við þessi verk geturðu lent í svipuðum aðstæðum og þegar þú starir út um glugga. Ert að horfa en samt hættur að horfa á eitthvað ákveðið. Þá snýr sjónin við, fer inná við.
Þegar ég minntist þá á að það væri alltaf náttúrutenging í verkum hans, þótt þau væru allt að því óhlutbundin, samþykkti hann það. „Náttúran kemur alltaf upp í þeim en á ákveðnum tímapunkti öðlast málverkið sjálfstæði. Þá skiptir meira máli sjálf glíman við málverkið en að fjalla um einhver náttúrufyrirbrigði, ljós, veður eða slíkt.
Í öðru samtali okkar tveimur árum síðar, 2005, sagði Georg Guðni að vinna hans í hina ýmsu miðla; teikningar, skrif, vatnslitamyndir og olíumálverk, væri allt hluti af sömu deiglu. „Ef maður lítur á málverkin sem einhvern enda á ferli,” sagði hann, „eru teikningar og textar hluti af verkinu, af einu stóru samhangandi ferli sem lýkur ekki fyrren manni er sjálfum öllum lokið.“
Úr viðtölum Einars Fals Ingólfssonar við Georg Guðna
//
GEORG GUÐNI
27.10.18 – 01.12.18
Georg Guðni (1961–2011) played a prominent role in the local art scene in the eighties as one of the first contemporary Icelandic landscape painters. Instead of making human existence the subject of his work, as was the trend at that time, he painted pure nature, thus bringing new impulses to the genre of landscape painting and to the medium of painting itself.
His landscape paintings follow a geometrical construction, while at the same time they remain open to personal experiences. Nature, as he shows it, is simplified and to a certain extent also objectified, but his works do not show illusion. Rather, they have a strong atmospheric effect and are recognizable by their formal, polished simplicity.
Georg Guðni’s works have been exhibited widely, in solo shows as well as in group exhibitions, in the Nordic countries and Western Europe, and also in the United States, South America and China. They can be found in most major museums in Iceland, as well as numerous museums abroad, and also in private collections.
Georg Guðni was born in Reykjavík in 1961. He studied at the Icelandic College of Art and Crafts and graduated from Jan van Eyck Academie in Holland in 1987. He passed away in 2011, at only 50 years of age.
In the beginning, Georg Guðni gained reputation for his interpretations of various famous mountains. Gradually, the mountains dissolved into geometric forms, then valleys appeared and the forms were flattened out, into a nameless landscape, perceived rather than understood, unfathomable work which frequently revolves around a vague horizon in the middle. “I am fascinated by how undefinable this has become,” he said of his subject, walking over to one of the paintings and saying it started out “as some sort of highland waves but now it can be seen as either waves in the ocean or on land.
I don’t decide the perception, people create their own, based on their experiences or simply their imagination. The eye searches for something it recognises and if it doesn’t find anything, the mind fills in the blanks. It’s not my job to tell people what they are supposed to see in my work.”
“So, what is your job?” I asked.
Georg Guðni smiled and said: “The viewer is in the same position as I am, except they don’t paint the work. I create a visual scenario which again creates a period of time when people stop and watch. When you stop to look at these paintings you can have a similar situation as when you are looking out of the window. You are looking, but not at anything in particular. That’s when your vision turns back, goes inward.
When I mentioned that there was always a connection to nature in his paintings, even if they were almost abstract, he agreed with me. “Nature always appears in my work, but at a certain point the painting gains its independence. The struggle with the artwork itself starts to matter more than covering natural phenomena, light, weather or such things.
In another interview two years later, in 2005, Georg Guðni told me that his work with different media; drawing, writing, water colours and oil paintings, was all a part of the same melting pot. “If you look at the paintings as the end of a process,” he said, “then drawings and texts are a part of the work, of one giant, continuous process which doesn’t end until you yourself has ended.”
Excerpts from interviews by Einar Falur Ingólfsson with Georg Guðni